Monday, January 22, 2007

Starfsþjálfunin hjá Kompás hefur verið alveg brjálæðislega spennandi en einnig mjög krefjandi og erfið. Mér finnst ég vera mjög heppin að fá tækifæri til að vinna með og læra af svona frábæru fólki. Ef þið misstuð af barnaníðingaþættinum í gær þá getið þið séð hann hérna og ekki missa heldur af næsta þætti þar sem fleiri barnaníðingar mættu inn fyrir dyrnar hjá tálbeitunni. Ég er líka spennt að heyra hvað fólki finnst um þetta.