Thursday, July 20, 2006

Virk sprunga liggur nærri Kárahnjúkastíflu og önnur liggur undir Desjarárstíflu. Vondur staður fyrir háar stíflur vegna þess hvað þetta er sprungið

Í gær var viðtal við Grím Björnsson jarðfræðing í Spegli RÚV. Hann telur stíflustæðin á Kárahnjúkasvæðinu óheppileg og bendir á að ekki var sagt frá jarðhitanum á svæðinu í skýrslu Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum sem jafnan er merki um sprunguhreyfingar í skorpunni. Athygli vekur að hönnun Kárahnjúkastíflu var breytt eftir á til að laga hana að jarðfræðilegum ástæðum. Sprungur geta opnast og vatnið fer í aðra átt en menn ætla sér. Þ.e.a.s. ekki í gegnum vélar virkjunarinnar.

Viðtal við Grím Björnsson, jarðfræðing í Speglinum 19. júní.