Friday, May 19, 2006

Svíþjóð.... ahhhhh hvað get ég sagt? :) Sigrún og Snævar urðu Dr. Sigrún og Dr. Snævar og stóðu sig með glans á doktorsvörnunum og ekki var nú partýið á eftir leiðinlegt HAHAHAHAH (Måns hlátur- Måns er skeggjaður kall sem lítur út eins og gamalt fress í framan). Svo var farið í sumarbústað, hjólað, farið í tívolí, borðað geeeeeðveikt mikið af mat, ís, bilar nammi, snakki, grillmat og meiri ís (bümbaaaaa). Einnig var farið í bátsferð til Skokloster og dansað á bryggjunni, farið í Linu Langsokk-krúsídúllubæinn Sigtúna, farið í KÜBB, klaufdýraskoðunarferðir, gengið um í Gamla Stan í Stokkhólmi, hitta bróður og litla frænda í 10 mínútur, skoða kongliga námur og kíkja á vitaskip sem búið er að steypa niður í bryggju. Ekki má gleyma hinu ógurlega Júróvisjón partýi í gærkvöldi þar sem fylgst var með falli Sylvíu Nætur og upprisu LORDI :) jeiiiiiii, rosalega er hann frábær HAHAHAHAH (Måns hlátur). Þessir 10 dagar voru bestu 10 dagar sem ég hef átt í laaaaaangan tíma í besta félagsskap sem hægt er að hugsa sér (KNÚÚÚS) og ég á eftir að lifa á þessu í allt sumar. Takk Sigrún, Snævar (aka SNEEEVAR með finnlanssænskum hreim) og bumba, Steinunn, Ari, Lóa, Hrönn, Hrafnhildur Magga, Magga Vala, Logi, Arna, Karvel og afkvæmi og svo Inger Rós, Kiddi og bumba og Ingileif og Michael og bumba/ekki bumba í langan tíma í viðbót fyrir að vera með okkur í anda. Takk takk takk... (neðritannabros-panta svoleiðis msn kall :)