Wednesday, October 02, 2002

ÁSTRALÍUFERÐ


Markmið
1. Hitta Steve Irwin Crocodile Hunter

2. Verða hvorki étin/bitin af krókódíl né stungin af kóngulóm/snákum/risamarglyttum/breiðnefjum

3. Læra almennilega að spila á yidaki (didgeridoo)

4. Gera heimildamynd


Efni og áhöld
Ég, bakpoki, videmyndatökuvél, föt, yidaki og sólarvörn


Framkvæmd
Mánudagurinn 21. október, Keflavík-London-Hong Kong-Brisbane... 44 klukkutímar ó mæ god, ég vona að ég lifi það af. Byrja hjá Stellu frænku minni sem býr í Brisbane, á austurströndinni, og hún ætlar að vera svo indæl að sækja mig á flugvöllinn. Svo verður stefnan tekin norður til Darwin með viðkomu á nokkrum ströndum, eyjum og regnskógum. Í Darwin býr bróðir vinar míns sem ætlar að fara með mig að veiða fisk í krókódílaá, vonandi sé ég nokkra stóra ;) Svo ætla ég að heimsækja þjóðgarðana í norðrinu, Kakadu og fleiri og stefna svo suður til Alice Springs. Ganga á Uluru (Ayers Rock) og kynnast frumbyggjum. Það verða mjög líklegast rauð jól hjá mér því þá verð ég í Melbourne hjá vinafólki en svo fer ég af stað aftur uppúr áramótum því ég byrja að vinna hjá Crocodile Hunter þann 15. janúar og verð þar að krókódílast í 4 vikur. Svo mun
ég líklega heimsækja frumbyggjakonuna June sem býr Lightning Ridge í New South Wales. Flugið heim verður álíka strembið og flugið út þ.e. mikil bið á flugvöllum þannig að þið verðið að vera góð við mig þegar ég loksins skríð úr flugvélinni ;)


Ályktanir
Þessi ferð mun líklegast ekki virka sem lyf við ferðabakteríunni því ég stefni á fleiri ferðir eftir þessa ferð ;) Ég á heimsálfurnar Suður-Ameríku og Antarktíku eftir...